Skinku- og ostavasavefjur

Skinku- og ostavasavefjur

Þessar einföldu osta- og skinkuvasavefjur eru frábærar fyrir alla fjölskylduna og hægt er að búa þær til daginn á undan!
Tilbúið á (heildartími) 15 mínútum
Hentar fyrir (skammtar) 4
Hversu sterkt? Mild
Innihaldsefni 7

Innihaldsefni

 • 1 gulrót (u.þ.b. 100g), afhýðuð og rifin
 • ½ gúrka, fræhreinsuð og rifin
 • 200g cheddar-ostur, rifinn
 • 150g skinka, rifin
 • 150g kirsuberjatómatar, skornir í fernt
 • 8 salatblöð, t.d. romain-salat
 • 1 pk. Old El Paso™ Tortilla Pockets™ vasavefjur

Leiðbeiningar

 1. Blandaið saman gulrót, gúrku og osti í skál. Setjið skinku, tómata og salat í sér skálar.
 2. Hver og einn fyllir vefjurnar eftir smekk.

Ábendingar sérfræðinga

 • Vefjið inn í plastfilmu, setjið í endurlokanlegan poka eða dall og kælið í ísskáp svo vefjurnar verði tilbúnar fyrir hádegisverð daginn eftir.
 • Notið aðra osta ef þið viljið. Mozzarella, Emmentaler eða aðrir harðir ostar ganga líka.
 • Berið fram með Old El Paso™ Tortilla Nachips™ til að gera réttinn stökkari.