Fajita-kjúklinga Tortilla-vasavefjur

Fajita-kjúklinga Tortilla-vasavefjur

Það hefur aldrei verið jafn einfalt að bera fram og borða fajita-vefjur! Þú einfaldlega hleður öllu í handhægu vasavefjurnar og byrjar að njóta.
Tilbúið á (heildartími) 25 mínútum
Hentar fyrir (skammtar) 4
Hversu sterkt? Mild
Innihaldsefni 12

Innihaldsefni

 • 1 matskeið ólífuolía
 • 500g þunnskornar kjúklingabringur
 • 1 skorin rauð paprika
 • 1 skorin græn paprika
 • 1 skorinn rauðlaukur
 • 1 pakki Old El Paso™ Tortilla-vasavefjur™
 • 1 krukka Old El Paso™ Taco-sósa
 • 1 Old El Paso™ Taco-kryddblanda
 • 100g rifinn cheddar-ostur
 • 1/2 rifið jöklasalat
 • 2 skorið avókadó
 • 100g kirsuberjatómatar skornir í teninga

Leiðbeiningar

 1. Hitið olíu á stórri pönnu á háum hita. Steikið kjúklinginn í 5 mínútur og hrærðu reglulega. Bætið papriku og lauk út á pönnuna og hrærið í blöndunni á meðan hún mallar í 3-4 mínútur. Hrærið kryddblöndunni og 2 matskeiðum af vatni út í og steikið í 1-2 mínútur til viðbótar.
 2. Hitið vasana samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
 3. Berið vasana fram heita ásamt kjúklingnum með paprikublöndunni, osti, salati, avókadó, tómötum og salsa-sósu og leyfðu hverjum og einum að fylla sinn eigin vasa.

Ábendingar sérfræðinga

 • Til að fá enn sterkara bragð má bæta rauðum chilli-pipar á pönnuna á meðan kjúklingurinn er steiktur.
 • Til að fullkomna máltíðina er gott að bera hana fram með límónusneiðum, sýrðum rjóma og söxuðum ferskum kóríander.