Tortilla pizzur með BBQ kjúklingi

Tortilla pizzur með BBQ kjúklingi

Góður og einfaldur skyndibiti eftir skóladaginn. Með því að bæta við salati er hægt að galdra fram mjög fljótlegan kvöldverð.
 • Tilbúið á (heildartími) 20 mínútum
 • Hversu sterkt? Sterkt
 • Aðal innihaldsefni Kjúklingur
 • Hentar fyrir (skammtar) 4
 • Innihaldsefni 6

Innihaldsefni

 • 2 Old El Paso™ Super Soft Regular Flour tortillur
 • Old El Paso™ salsa að eigin vali
 • 100 g barbecue sósa
 • 225 g elduð kjúklingabringa, niðurskorin
 • 1 rauð paprika, söxuð
 • 150 g mexíkóostur, rifinn

Leiðbeiningar

 1. Hitið ofninn í 180 ºC (blástursofn, 160 ºC), gasofn á 4. Leggið tortillur á bökunarplötu. Blandið saman kjúklingabitum og barbecue sósu í litla skál. Skiptið kjúklingablöndunni niður á tortillurnar og toppið með papriku og osti.
 2. Bakið í 10-15 mínútur, eða þar til osturinn er bráðnaður og tortillurnar stökkar. Skerið hverja tortillu í fjórar sneiðar. Berið fram með salsa.

Ábendingar sérfræðinga

Hægt er að nota cheddar í staðinn fyrir mexíkóost og saxaða tómata í staðinn fyrir papriku. Það passar líka vel að bera réttinn fram með sýrðum rjóma!