Morgunverðar-burrito

Morgunverðar-burrito

Byrjaðu daginn hressilega með því að skella í eitthvað nýtt og bragðgott í morgunmat.
Tilbúið á (heildartími) 25 mínútum
Hentar fyrir (skammtar) 2
Hversu sterkt? Medium
Innihaldsefni 10

Innihaldsefni

Burrito

 • 4 stór egg
 • 2 msk mjólk
 • 15 g smjör
 • 6 msk Old El Paso™ Refried Beans
 • 100 g Old El Paso™ Original Chunky Salsa Dip Mild
 • 2 Old El Paso™ Super Soft Large Flour Tortillas, hitaðar
 • 50 g cheddar-ostur, rifinn

Á borðið

 • Sýrður rjómi
 • Saxaður ferskur kóríander
 • Grillaðar og stökkar rákóttar beikonsneiðar

Leiðbeiningar

 1. Pískið egg og mjólk saman með gaffli í lítilli skál. Kryddið eftir smekk með salti og nýmöluðum svörtum pipar.
 2. Bræðið smjörið við meðalhita í 25 cm pönnu sem ekki festist við. Hellið eggjablöndunni á pönnuna og eldið í 3–4 mínútur þar til eggin eru tilbúin. Notið spaða meðan eggin eru á pönnunni til að lyfta elduðum hlutum þeirra og leyfa óelduðum eggjum að flæða undir þá. Fjarlægið af hellunni og haldið heitu.
 3. Dreifið baunastöppu og salsa yfir tortillurnar allt að 1 cm frá brúnunum. Sáldrið osti yfir. Setjið hvora fyrir sig á disk sem má fara í örbylgjuofn. Hitið í örbylgjuofni á háum hita í 45–60 sekúndur þar til tortillan og baunirnar eru heitar og osturinn er farinn að bráðna.
 4. Skerið elduðu eggin í tvennt. Setjið hvern helming í miðju hvorrar tortillu. Brjótið efsta og neðsta hluta hvorrar tortillu saman um það bil 2 cm yfir fyllinguna. Brjótið hægri og vinstri hliðina yfir endana sem þegar hafa verið brotnir saman, svo þeir skarist. Skerið hvort burrito í tvennt og setjið sýrðan rjóma og kóríander efst. Berið fram með stökku beikoni til hliðar.
 5. Breyta má uppskriftinni í grænmetisrétt með því að skipta út beikoni fyrir grillaða portobello-sveppi eða stóra tómata í helmingum.
 6. Gera má eggjablönduna mjög sterka með því að steikja 1 smátt saxaðan rauðan chili-pipar og setja í bráðna smjörið í nokkrar sekúndur áður en eggjunum er bætt við.