Grænmetis sætkartöflu- og ostavasar

Grænmetis sætkartöflu- og ostavasar

Þessir bragðmiklu vasar eru jafngóðir hvort sem þeir eru gerðir samdægurs eða daginn áður!
Tilbúið á (heildartími) 35 mínútum
Hentar fyrir (skammtar) 4
Hversu sterkt? Mild
Innihaldsefni 11

Innihaldsefni

  • 1 matskeið ólífuolía
  • 1 sæt kartafla (um 300g), flysjuð og skorin í þunna strimla
  • 1 rauðlaukur, skorinn
  • 2 rauð paprika, skorin
  • 1 pakki Old El Paso™ Taco-kryddblanda
  • 1 pakki Old El Paso™ Tortilla-vasavefjur™
  • 2 þroskuð avókadó, stöppuð
  • safi af 1 límónu
  • 8 salatblöð (t.d. Romain-salat)
  • 1 matskeið saxaður kóríander
  • 100g rifinn cheddar-ostur

Leiðbeiningar

  1. Hitið olíu á stórri pönnu á miðlungshita, steikið kartöflusneiðarnar, laukinn og paprikuna í 5 mínútur og hrærið reglulega. Lækkið hitann og bætið 2 matskeiðum af vatni út á pönnuna. Lokið pönnunni, látið malla í 10-15 mínútur og hrærið reglulega. Hrærið kryddblöndunni út í þegar blandan er orðin mjúk og látið malla í mínútu í viðbót, það má bæta smá vatni út á pönnuna.
  2. Hitið vasana samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hrærið avókadó og límónusafa saman og kryddið eftir smekk.
  3. Berið vasana fram heita ásamt kartöflu- og paprikublöndunni, salati, avókadó, kóríander og osti og leyfið hverjum og einum að fylla sinn vasa.

Ábendingar sérfræðinga

  • Hægt er að skipta cheddar-ostinum út fyrir mozzarella- eða feta-ost.
  • Einnig má skipta sætu kartöflunni út fyrir grasker.
  • Til að hugsa fram í tímann – Kælið fyllinguna eftir að hún er tilbúin, fyllið vasavefju og pakkið henni inn. Nú er þetta orðið flott nesti fyrir hádegið.
  • Er verið að elda grænmetisrétt? Lesið alltaf innihaldslýsingar til að vera fullviss um að hráefnið henti grænkerum. Vörur og innihaldsefni geta breyst.