Hvítlauks og chilli-rækjuvasar með sykurmaís og avókadó-guacamole

Hvítlauks og chilli-rækjuvasar með sykurmaís og avókadó-guacamole

Þessir snjöllu vasar fullkomna tilgang sinn þegar á að snæða rækju-fajita. Ekkert sull, þrátt fyrir lævísu rækjurnar!
  • Tilbúið á (heildartími) 25 mínútum
  • Hversu sterkt? Milt
  • Aðal innihaldsefni Fiskur og sjávarfang
  • Hentar fyrir (skammtar) 4

Innihaldsefni

  • 1 x 198g niðursoðinn sykurmaís án vökva
  • 2 þroskuð avókadó, stöppuð
  • 2 matskeiðar saxaður kóríander, auka lauf til skrauts
  • Safi af einni límónu
  • 1 matskeið ólífuolía
  • 400g afþýddar frosnar eldaðar og hreinsaðar rækjur
  • 1 saxaður hvítlaukur
  • 1 fínsaxaður rauður chilli-pipar
  • 1 pakki Old El Paso™ Tortilla vasavefjur™
  • 1 Old El Paso™ Taco-kryddblanda
  • 1 krukka Old El Paso™ Taco-sósa
  • 2 skornir vorlaukar
  • 1/4 lítill salathaus (t.d. Romain-salat)
  • 200g kirsuberjatómatar skornir til helminga

Leiðbeiningar

  1. Blandið maís, avókadó, kóríander og límónusafa saman í skál. Kryddið og setjið til hliðar
  2. Hitið olíu á stórri pönnu á háum hita og steikið rækjur, hvítlauk og chilli-pipar í 2-3 mínútur og hrærið reglulega. Bætið kryddblöndu og einni matskeið af vatni saman við og steikið í mínútu. Hrærið vorlauk saman við blönduna.
  3. Hitið vasavefjurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  4. Berið vasana fram heita ásamt rækjublöndunni, guacamole, káli, tómötum, salsa-sósu og kóríander til skrauts og leyfið hverjum og einum að fylla sinn vasa.

Ábendingar sérfræðinga

Prófið að skipta rækjunum út fyrir kjúklingabita.

Þó auðvelt sé að nota niðursoðinn maís má líka nota maís af stöngli. Einfaldlega sjóðið stöngulinn og skerið maísinn af.