Mini Stand ‘N’ Stuff™ taco-salat

Mini Stand ‘N’ Stuff™ taco-salat

Prófaðu þessa skemmtilegu „tortillu-báta“ fyllta með salati og nautakjöti næst þegar þú ætlar að hafa taco-salat í matinn, þeir munu slá í gegn hjá bæði börnum og fullorðnum!
Tilbúið á (heildartími) 20 mínútum
Hentar fyrir (skammtar) 6
Hversu sterkt? Mild
Innihaldsefni 12

Innihaldsefni

Salöt

 • 1 pakki af Old El Paso™ Stand 'N Stuff™ Mini Soft Flour Tortillas
 • 2 msk jurtaolía
 • 300 g magurt nautahakk
 • 1/2 pakki af Old El Paso™ Garlic & Paprika Seasoning Mix for Tacos
 • 75 ml vatn
 • 1 lítið bindisalat (rómverskt salat), smátt rifið
 • 1 dós (198 g) maísbaunir, án vökvans
 • 3 msk ferskt tómat-salsa
 • 40 g cheddar-ostur, rifinn

Á borðið

 • Ferskur kóríander
 • Sýrður rjómi
 • Límónubátar

Leiðbeiningar

 1. Forhitið ofninn í 200°C (180°C fyrir blástursofn), gasstilling 6. Penslið tortillurnar létt með hluta af olíunni. Setjið þær á ósmurða bökunarplötu. Bakið í 5 mínútur eða þar til brúnirnar á tortillunum eru orðnar ljósbrúnar. Látið kólna.
 2. Hitið afganginn af olíunni á meðan á stórri pönnu sem ekki festist við á meðalhita. Setjið hakkið á og eldið í 5–6 mínútur, hrærið vel í þar til hakkið er brúnt alls staðar. Hrærið taco-kryddblöndunni og vatni saman við og eldið í 10 mínútur til viðbótar, hrærið í á meðan.
 3. Deilið kálinu milli tortillanna og setjið hakkið, maískorn, salsa og rifinn ost ofan á. Skreytið með kóríander og berið fram með sýrðum rjóma og límónubátum.

  Bæta má meira bragði við tortillurnar með því að sáldra svolitlu chili-pipardufti yfir eftir að hafa burstað þær með olíunni.

  Skipta má cheddar-ostinum út fyrir mulinn feta-ost til að fá meira bragð.