Beikon- og pylsufylltir morgunverðarvasar

Beikon- og pylsufylltir morgunverðarvasar

Þessi matarmikla morgunverðarvefja mun veita þér orku allan morguninn og halda þér gangandi fram að hádegi.
Tilbúið á (heildartími) 45 mínútum
Hentar fyrir (skammtar) 4
Hversu sterkt? Mild
Innihaldsefni 9

Innihaldsefni

 • 1 msk. olífuolía
 • 100g pancetta-skinka eða þunnskorið beikon, skerið sneiðarnar þvert
 • 250g svínapylsur, skornar í bita
 • 750g nýjar kartöflur, skornar í litla teninga
 • 100g spínat
 • 2 msk. graslaukur, saxaður
 • 1 pk. Old El Paso™ Tortilla Pockets™ vasavefjur
 • 4 msk. sýrður rjómi
 • 4 msk. Old El Paso™ Taco Sauce sósa

Leiðbeiningar

 1. Hitið olíu í stórri pönnu á miðlungshita og steikið skinkuna í 3-4 mínútur eða þar til hún verður gullinbrún á lit. Taktu hana af pönnunni og þurrkaðu fituna af með eldhúsbréfi. Settu pylsurnar og kartöflurnar út á pönnuna og steiktu í olíunni í 15-20 mínútur, hrærðu í af og til, þar til þetta er orðið gullinbrúnt og mjúkt í gegn. Settu skinkuna aftur á pönnuna ásamt spínatinu og steiktu í 2-3 mínútur þar til spínatið er farið að mýkjast. Blandið graslauknum saman við. Kryddið eftir smekk.
 2. Hitið vasavefjurnar samkvæmt leiðbeiningum.
 3. Berið heitar vefjurnar fram með blöndunni, sýrðum rjóma og salsasósu í mismunandi skálum og hver og einn fyllir vefjurnar eftir smekk.

Ábendingar sérfræðinga

 • Ljáið réttinum spænskan blæ með því að nota chorizo-pylsu og steinselju í staðinn fyrir graslauk. Til að spara tíma, má nota forsoðnar kartöflur eða sjóða þær kvöldið áður. Steikið pylsurnar í 5-6 mínútur, blandið síðan soðnu kartöflunum saman við og steikið í 5-6 mínútur í viðbót þar til þær verða gullinbrúnar.
 • Búið fyllinguna til fyrirfram og hitið hana einfaldlega og fyllið vasana um morguninn þegar hungrið kallar. Hitið í örbylgjuofni á hæstu stillingu í eina mínútu í senn þar til vefjurnar verða sjóðheitar eða á pönnu á miðlungshita í 8-10 mínútur þar til þær eru orðnar heitar í gegn.