Gluten Free Chicken Fajitas

Glútenlausar kjúklingavefjur taco

Ómótstæðileg, mexíkósk máltíð með glútenlausum Old El Paso tortillum úr tapíókamjöli, maís og kínóa. Eldaðu fyrir fjölskylduna á aðeins 15 mínútum!
 • Hversu sterkt? Milt
 • 15 mínútum
 • Aðal innihaldsefni Kjúklingur
 • Hentar fyrir (skammtar) 3
 • Innihaldsefni 5

Innihaldsefni

 • 500g kjúklingakjöt
 • 2 paprikur
 • 1 laukur
 • 1 bréf af Gluten Free Fajitas Seasoning Mix
 • 1 Gluten Free Salsa For Topping

Leiðbeiningar

 • Sneiðið kjúklinginn, paprikuna og laukinn í þunnar ræmur. Steikið kjúklinginn á pönnu í dálítilli olíu á meðalhita þar til hann er eldaður í gegn. Smellið lauknum og paprikunni með á pönnuna og stráið glútenlausu kryddblöndunni yfir. Látið krauma í 5 mínútur og hrærið af og til.

Hitið tortillurnar:

 • Örbylgjuofn: Gerið gat á pakkann og setjið hann í örbylgjuofninn. Hitið á fullum krafti (800w) í 35 sekúndur. Opnið pakkann og losið tortillurnar í sundur.
 • Ofn: Forhitið ofninn í 140°C (120°C í blástursofni). Takið tortillurnar úr umbúðunum, skiljið þær í sundur og vefjið í álpappír eða bökunarpappír. Hitið í 10 mínútur í ofninum og haldið heitum þangað til borið er fram.
 • Berið fram heitar tortillur, rjúkandi kjúkling með stökku grænmeti og Gluten Free Salsa for Topping.