Um okkur

Við elskum mexíkóskan mat – ekki eingöngu vegna þess að þú getur deilt góðum stundum með vinum og fjölskyldu heldur líka vegna þess að þú getur stjórnað því hversu kryddaður hann er. Mexíkóskur matur er kjörinn til að deila með öðrum og við höfum deilt mexíkóska matnum okkar með heiminum síðan árið 1938.

Nafnið Old El Paso er innblásið af borginni El Paso sem staðsett er í Texas, nálægt mexíkósku landamærunum. El Paso er einnig mikilvæg innkomuleið frá Mexíkó til Bandaríkjanna fyrir fatnað og matvæli og er oft kölluð „höfuðborg heimsins í mexíkóskri matargerð“. Fyrsta þekkta menningarsamfélagið á svæðinu voru maísbændur en þeir hafa átt stóran þátt í að skapa mexíkóska matarmenningu. Nú til dags er Old El Paso™ einn af leiðtogum markaðarins þegar kemur að mexíkóskum mat í Bandaríkjunum, Ástralíu, Kanada, Bretlandi og Frakklandi. Einnig erum við á markaðnum í Þýskalandi og Sviss og erum hluti af General Mills.


Úrvalið okkar hefur breikkað með hverju árinu og nú bjóðum við upp á kvöldmatarpakka, bragðgóðar sósur í eldamennsku, salsa, ídýfur, kryddblöndur, tortillur og flögur. Old El Paso™ færir fólki ekki bara bragðið, heldur skemmtunina við að koma saman og deila mat sem innblásinn er af Mexíkó. Þú getur ráðið hvar á skalanum „milt“ til „sterkt“ þú vilt hafa matinn og dregið enn meira úr því með sýrðum rjóma eða jógúrtsósu. Þar að auki eru vörurnar fjölbreyttar, einfaldar og fljótlegar í undirbúningi. Þú getur fundið margar uppskriftir og deilt þeim með vinum. Þú finnur vörurnar okkar í búðum og stórmörkuðum í öllum heimshornum. Við vonum að þú njótir þeirra!


Vörurnar okkar eru framleiddar á Spáni, nema annað sé tekið fram á pakkningunum.