Klassískar nauta-tortillur

Klassískar nauta-tortillur

Ekkert rúll, ekkert rugl, þú bara stútfyllir vasavefjurnar og borðar!
Tilbúið á (heildartími) 25 mínútum
Hentar fyrir (skammtar) 4
Hversu sterkt? Mild
Innihaldsefni 10

Innihaldsefni

 • 1 matskeið ólífuolía
 • 1 saxaður lítill laukur
 • 500g nautahakk
 • 1 pakki Old El Paso™ Tortilla-vefjuvasar™
 • 1 krukka Old El Paso™ Taco-sósa
 • 1 Old El Paso™ Taco-kryddblanda
 • 100g rifinn cheddar-ostur
 • 1/2 rifið jöklasalat
 • 2 avókadó, skorið í teninga
 • 100g kirsuberjatómatar, skornir í teninga

Leiðbeiningar

 1. Hitið olíu á pönnu á miðlungshita. Steikið laukinn í 3-4 mínútur eða þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið nautahakki út á pönnuna, steikið í 5 mínútur og hrærið reglulega. Bætið kryddblöndu og vatni út á pönnuna, leyfið suðunni að koma upp og látið svo malla í 10 mínútur á meðan hrært er af og til.
 2. Hitið vasana samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
 3. Berið vasana fram heita ásamt kjötblöndunni, osti, salati, avókadó, tómötum og salsa-sósu og leyfið hverjum og einum að fylla sinn vasa.

Ábendingar sérfræðinga

 • Til að undirbúa fyrirfram – Steikið nautahakksblönduna daginn áður. Kælið blönduna og geymið hana í lokuðu íláti í ísskáp. Hitið blönduna upp á stórri steikarpönnu á miðlungshita í 8-10 mínútur, eða þar til hún er orðin vel heit.
 • Einnig má prófa að nota svínakjöt, lambakjöt eða kjúkling í stað nautahakks.