Huevos Rancheros morgunverðar-vasavefjur

Huevos Rancheros morgunverðar-vasavefjur

Egg, beikon og pylsa – hin klassíska morgunverðar samsetning, og hér er hún vafin í handhæga vasavefju!
Tilbúið á (heildartími) 35 mínútum
Hentar fyrir (skammtar) 4
Hversu sterkt? Mild
Innihaldsefni 12

Innihaldsefni

  • 300g pancetta-bitar
  • 270g svínapylsa, skorin í litla bita
  • 1 niðurskorinn laukur
  • 1 pakki Old El Paso™ Vasavefjur™
  • 1 krukka Old El Paso™ Taco-sósa
  • 1 Old El Paso™ Taco-kryddblanda
  • 1 matskeið ólífuolía
  • 8 stór egg, hrærð
  • 150g niðurskornir tómatar
  • 1 matskeið niðurskorinn ferskur kóríander, ásamt auka til að skreyta
  • 2 þunnskorið avókadó
  • 100g rifinn cheddar-ostur

Leiðbeiningar

  1. Hitið stóra steikarpönnu á miðlungshita, steikið pancetta-bitana, pylsuna og laukinn í 10 mínútur eða þar til gullinbrúnt, hrærið reglulega. Hrærið kryddblöndunni saman við þegar 2 mínútur eru eftir. Takið blönduna af pönnunni og þrífið hana.
  2. Hitið ólífuolíu á pönnu, steikið eggin ásmt restinni af kryddblöndunni á lágum hita í 3-4 mínútur, eða þar til tilbúið, hrærið í blöndunni allan tímann. Blandið tómötum og kóríander saman við blönduna á pönnunni.
  3. Hitið vasana samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  4. Berið vasana fram heita með pancetta-bitunum, eggjahrærunni, avókadó, osti, ásamt salsa og auka kóríander og leyfið hverjum og einum að fylla sinn vasa!

Ábendingar sérfræðinga

  • Hægt er að breyta til og nota hvaða tegund af pylsu sem er.
  • Ef pancetta-bitar eru ekki við höndina má nota beikon.
  • Til að undirbúa fyrirhafnarlítinn morgunverð – Steikið pancetta-bita, pylsu og lauk kvöldið áður. Þá þarf einfaldlega bara að hita blönduna upp um morguninn ásamt því að steikja eggin.