Orginal mexíkósk nachos

Orginal mexíkósk nachos

Í sínu einfaldasta formi eru nachos bara tortilla flögur þaktar með nacho-osti eða rifnum osti og salsa. Okkur hjá Old El Paso finnst hins vegar engin mexíkóveisla fullkomin nema þar sé að finna fulla skál af stökkum og girnilegum nachos með öllu tilheyrandi. Og ekkert slær út Old El Paso original Mexican nachos. Þessi ‘of góðu til að standast’ nachos eru extra stökk með logandi chili, kraumandi bráðnum osti og slettu af svölum sýrðum rjóma og guacamole.
Tilbúið á (heildartími) 10 mínútum
Hentar fyrir (skammtar) 4
Hversu sterkt? Mild
Innihaldsefni 4

Innihaldsefni

  • 200 g Old El Paso™ Original Nachips™
  • 1 msk. Old El Paso™ Garlic & Paprika Seasoning Mix for Tacos
  • 150 g bragðmikill ostur
  • Sýrður rjómi, guacamole og jalapeños borið fram með

Leiðbeiningar

  1. Hitið ofninn í 180°C (blástursofn, 160°C), gasofn á 4.
  2. Dreifið stökkum Nachips-flögum í eldfast fat.
  3. Sáldrið úr einum pakka af Nachos Topping yfir flögurnar og síðan fínt rifnum osti.
  4. Hitið flögurnar í ofninum í 10 mínútur þar til kraumar í ostinum, eða setjið í örbylgjuna í um það bil tvær mínútur.
  5. Síðan er gott að hlaða á flögurnar eldheitum jalapeño, kælandi sýrðum rjóma eða guacamole. Bjóða svo mannskapnum servíettur og láta vaða.