Ítarlegar leiðbeiningar um hvernig skal útbúa nachos

Ekkert slær við gleðinni af því að koma saman og deila góðri máltíð með fjölskyldu og vinum.


Bragðafbrigði Mexíkós voru gerð til að deila þeim – og þegar kemur að óformlegu borðhaldi eru fáir mexíkóskir réttir sem henta betur en diskur af nachos.


Allt frá vangaveltum um hvað nachos er í raun og veru til þess að fullkomna gerð þess heima fyrir, hér finnur þú allar upplýsingar um þennan gómsæta mexíkóska rétt.

HVAÐ ER NACHOS?

Fyrst: Hvað nákvæmlega er nachos?


Nachos er réttur sem gerður er úr tortilla-flögum, úrvali góðgætis þar ofan á og því næst þakið osti. Hefðin er að nachos sé borið fram sem snarl en upp á síðkastið hefur það einnig þróast í fulla máltíð.


Rétturinn kemur upprunalega frá Norður-Mexíkó og nær aftur til 5. áratugs síðustu aldar. Veitingamaður að nafni Ignacio Anaya uppgötvaði réttinn og var hann kallaður nachos – stytting á nafni mannsins sem bjó hann til.

HVAÐ ER Í NACHOS?

Hvað heima eigi á nachos-diski fer eftir því hvern þú spyrð. Það eru nokkur lykilhráefni – tortilla-flögur, ostur, jalapeño-pipar – og síðan úrval annarra hráefna á borð við kjöt, sýrðan rjóma, salsa og guacamole.


  • Tortilla-flögur
    Tortilla-flögur eru grunnurinn að nachos-diski og á margan hátt mikilvægasta hráefnið. Hinar fullkomu tortilla-flögur ættu að vera þykkar og stökkar, þær mega ekki verða linar og slepjulegar í elduninni. Old El Paso™ Nachips frá okkur standast þessar kröfur, þær eru tvíbakaðar svo þið getið auðveldlega hlaðið á þær og dýft þeim.
  • Ostur
    Þegar Ignacio Anaya gerði uppgötvun sína var ostur eitt af þeim fáu hráefnum sem hann hafði við höndina – að bræða ost yfir tortilla-flögur reyndist vera snilldarhugmynd. Cheddar-ostur er vinsælastur til verksins í dag en einnig er gott að nota hvað sem er frá Monterey Jack til mozzarella-osts. Nacho-ostur, eða ostasósa, er önnur vinsæl útgáfa.
  • Kjöt
    Ef þú vilt breyta nachos úr því að vera aukaréttur í það að vera snarl viltu líklega bæta við einhverju kjöti. Rifið svínakjöt, kjúklingur, chili-pipar, steik eða chorizo-pylsa er allt saman ljúffengt, sérstaklega ef það er vel kryddað – prófaðu að elda eitthvað af þessu með einhverri af Old El Paso™ kryddblöndunum til að gefa frábært bragð og spara tíma.
  • Salsa
    Gott salsa styrkir önnur innihaldsefni og hefur þann kost að geta gert matinn sterkari ef þið kjósið að hafa hann þannig. Salsa í pico de gallo stíl er milt og fjölhæft, á meðan salsa verde gerir matinn sterkan. Þú getur sparað þér tíma með úrvali okkar af Old El Paso™ salsa – það er fáanlegt bæði sterkt og milt.
  • Jalapeño-pipar
    Jalapeño-pipar er eitt þriggja upprunalegra hráefna í nachos og hjálpar til við að bæta bragði og styrk í hvern bita. Sáldrið forskornum jalapeño-pipar yfir til að spara tíma – Old El Paso™ forskorinn rauður og grænn jalapeño-pipar bragðast frábærlega. Ef þú vilt hafa það mjög sterkt geturðu sneitt hann niður og haft fræin með.

HVERNIG Á AÐ BÚA TIL NACHOS HEIMA?

Nachos er alltaf best þegar það er gert með ferskum og einföldum hráefnum – þú þarft ekki að eyða mörgum klukkustundum í eldhúsinu.


Besti árangurinn fæst með því að elda nachos í ofni en ef það kemur ekki til greina er einnig hægt að nota örbylgjuofn.


Leggið álpappír yfir bökunarplötu og dreifið tortilla-flögunum yfir. Sáldrið rifnum osti yfir. Setjið þær síðan í ofn á um það bil 220°C í um 5 mínútur eða þar til osturinn er alveg bráðinn.


Næst er að setja hvað sem maður vill ofan á – dreifa yfir salsa, bæta við kjöti eða grænmeti og jalapeño-pipar. Áður en borið er fram er svo bara að bæta við lokaatriðinu: guacamole og sýrðum rjóma.


Ef þú ert að búa til nachos fyrir stóran hóp er gott ráð að búa það til í lögum og elda hvert lag fyrir sig. Byrjaðu á grunnlagi með tortilla-flögum, osti, salsa, jalapeño-pipar og annarri heitri fyllingu á borð við kjöt og grænmeti.


Þegar osturinn er bráðinn, fjarlægðu það þá úr ofninum, bættu öðru lagi ofan á og endurtaktu ferlið. Með því að eyða nokkrum mínútum aukalega í þetta tryggir maður að öllu sé jafnt dreift og vel eldað frá toppi og niður á botn.

HVERNIG ER NACHO-OSTUR BÚINN TIL?

Tvær vinsælustu aðferðirnar til að búa til nacho-ost eru að nota rifinn ost og bræða hann í ofni, eða nota ostasósu.


Ef þú ert að velta fyrir þér hvernig þú býrð til ostasósu fyrir nachos er fljótlegt að búa hana til á pönnu með aðeins fjórum innihaldsefnum.


  • Settu jafnmikið af smjöri og hveiti – ein til tvær matskeiðar af hvoru ætti að duga – á pönnu, bræddu það og hrærðu saman þar til það fara að myndast loftbólur. Þetta tekur um mínútu.
  • Þeyttu við bolla af mjólk og hrærðu þar til blandan fer að þykkna, þá skaltu slökkva undir. Næst bætirðu smám saman við rifnum osti – til dæmis cheddar-osti – þar til hann hefur blandast sósunni. Þegar hann er bráðinn bætirðu við kryddi eftir smekk; það nægir að salta aðeins, en ef þú vilt hana bragðsterkari er upplagt að bæta við smávegis chili-dufti eða cayenne-pipar.