Ítarlegar leiðbeiningar um hvernig skal elda taco

Líflegt bragð og réttir sem voru hannaðir með það í huga að deila, svo það er margt skemmtilegt við mexíkóskan mat.


Þú þarft ekki að ferðast heimshorna á milli til að njóta þekktustu rétta svæðisins – þú getur útbúið mexíkósku réttina í eldhúsinu heima hjá þér.


Uppgötvaðu ánægjuna sem felst í mexíkóskri matargerð og gleðina þegar ættingjar og vinir safnast saman yfir góðri máltíð. Í dag munum við segja þér allt um taco.

HVAÐ ER TACO?

Byrjum á grunninum: Hvað nákvæmlega er taco?


  • Í sinni einföldustu mynd er taco maís- eða hveiti-tortilla fyllt með kryddaðri fyllingu og skreytingu. Það er vanalega borðað án áhalda og hentar bæði sem máltíð og millibiti.
  • Uppruni taco nær aftur til 18. aldar í Mexíkó og líklega varð það fyrst vinsælt hjá námuverkamönnum – sjálft orðið „taco“ er notað sem hugtak í silfurnámuvinnslu til að lýsa pappír sem vafinn var utan um byssupúður og komið fyrir í klettaveggjum.
  • Með tímanum jukust vinsældir þess og þegar mexíkóskir farandverkamenn fóru að fara til Bandaríkjanna kynntust fleiri og fleiri þessum fjölbreytta og gómsæta rétti.
  • Uppskriftir þróuðust og taco fór að taka á sig þá mynd sem við þekkjum það í dag.

HVAÐ ER Í TACO?

Það er spurning um smekk hvað á heima í taco og það eru til tugir ólíkra leiða til að njóta þessa réttar.


Helstu innihaldsefni taco samanstanda yfirleitt af: Tortillu eða skel og kjöt- eða fiskifyllingu. Grænmeti, sósur, osta-salsa og guacamole er einnig gjarnan hluti af blöndunni.


  • Skel
    Eitt af því mikilvægasta við taco er sjálf skelin. Ólíkt fajita og burrito kemur taco í minni stærðum, nánast einum munnbita. Mjúkt taco er gert með því að nota hveiti-tortillur en harðar taco-skeljar eru gerðar úr maís. Til að fá það besta úr báðum áttum, prófið hinar einstöku Stand 'N' Stuff ™ mjúku tortillur sem koma í formi báta sem gera það mjög auðvelt að hlaða þitt taco með uppáhaldinu þínu.
  • Fylling
    Fyllingin er ófrávíkjanlegur þáttur í taco, en hér er úr nógu að velja. Kjúklingur, steik, rifið svínakjöt og hvítur fiskur eru hefðbundnu taco-fyllingarnar en fólk nýtur þess að vera skapandi og prófa innihaldsefni á borð við baunir, sætar kartöflur, lambakjöt og svo miklu meira.
  • Salsa
    Salsa og aðrar sósur gefa aukið vægi og færa bragðtilbrigðin í matnum saman í eina heild. Klassískt pico de gallo passar vel með nánast hverju sem er. Prófaðu mangó-salsa ef þú vilt eitthvað frábrugðið því hefðbundna – hún bragðast sérstaklega vel með fiski-taco.
  • Skreytingar
    Skreytingin er punkturinn yfir i-ið þegar kemur að taco. Sýrður rjómi, ostur og guacamole er meðal þess vinsælasta til að nota í þeim tilgangi. Kóríander, skornar radísur og límónur geta einnig bætt við góðu bragði.
  • Sósur
    Rétt eins og skreytingin getur sósa virkilega aukið bragðið af fyllingunni og hjálpað til við að gera réttinn fjölbreyttari. Þær líta líka vel út – hægt er að sprauta smávegis af sterkri sósu yfir réttinn áður en hann er borinn fram og það bætir bæði útlit og bragð.

HVERNIG Á AÐ BÚA TIL TACO?

Taco smakkast best þegar það er útbúið með góðu úrvali ferskra og einfaldra hráefna. Þú þarft ekki að hafa þetta of íburðarmikið – fegurðin við taco er að það er summa allra þátta þess.


Þú getur stytt undirbúningstímann með því að kaupa sumt tilbúið og útbúa fyllinguna þína fyrir fram – þú getur til að mynda eldað rifið svínakjöt í hægeldunarpotti og fryst það sem er umfram til þess að nota síðar. Stór þáttur í því sem gerir taco svona heillandi er hversu auðvelt það er að setja það saman – og ef þú ert að bjóða vinum og vandamönnum upp á það geturðu auðveldlega gert margar mismunandi samsetningar.


Að prófa eitthvað sem manni dettur í hug þýðir að maður getur notið taco í fjölmörgum útgáfum. Ef þú vilt sterkt taco sem gefur kikk, bættu þá jalapeño-pipar við fyllinguna, eða gerðu meira úr taco með því að bæta við osti og setja það svo undir grill í nokkrar sekúndur.


Ef þú vilt breyta í grænmetisfæði hefurðu fjölmarga möguleika. Avókadó, sætar kartöflur, sveppir og ristað blómkál eru bara nokkur dæmi um hluti sem bragðast dásamlega.

HVERNIG Á AÐ BORÐA TACO?

Taco er gert til þess að njóta án hnífapara.


Það hefur sína kosti að borða með höndunum, það skapar frjálslega stemningu við matarborðið.


Þetta er hægt að taka skrefi lengra með því að búa til sérstaka áfyllingarstöð og leyfa öllum að búa til sitt eigið taco.

HVAÐ ER GOTT AÐ BJÓÐA UPP Á MEÐ TACO?

Það er hægt að njóta þess að fá sér taco sem millibita eða aðalrétt, og auðvelt er að bæta nokkrum gómsætum hliðarréttum við.


Þeir þurfa ekki að vera flóknir – hér eru nokkrar tillögur sem auðvelt og fljótlegt er að setja saman.


  • Nachos
    Nachos eru fljótlegur og auðveldur hliðarréttur og oft er hægt að búa hann til úr því sama og þú notaðir í taco.
  • Baunastappa
    Baunastappa er ljúffeng viðbót við alla mexíkóska rétti, og hana er hægt að draga fram á örskotsstundu ef þú ert með dós af Old El Paso™ baunastöppu við höndina.
  • Flögur og ídýfur
    Tortilla-flögum og ídýfum eins og salsa og guacamole er tilvalið að deila og njóta þegar boðið er upp á taco. Fimm laga mexíkósk ídýfa eða taco-baunaídýfa eru tveir ljúffengir valkostir.