Ítarlegar leiðbeiningar um hvernig skal elda burrito
Mexíkóskur matur snýst um ánægjuna af því að hitta fjölskyldu og vini og deila góðri máltíð.
Þú þarft ekki að vera í Mexíkó til að njóta frægra mexíkóskra rétta – fólk um allan heim nýtur þess að borða burrito, og með smávegis aðstoð getur þú líka útbúið bragðgóða og ferska rétti heima hjá þér.
Allt frá vangaveltum um hvað burrito í raun og veru er til þess hvernig skal útbúa eitt slíka heima, hér finnur þú allar upplýsingar um þennan vinsæla mexíkóska rétt.
HVAÐ ER BURRITO?
Byrjum á grunninum: Hvað nákvæmlega er burrito?
Í rauninni er burrito bara mexíkósk vefja. Hveiti-tortilla er fyllt með baunastöppu og öðru góðgæti, síðan vafið í lokaðan sívalning og borið fram.
Burrito þýðir bókstaflega „lítill asni“ á spænsku, sem gæti vísað til teppa sem notuð voru til að sofa á og geymd voru upprúlluð á ösnum í Mexíkó.
Nákvæm saga burrito er óþekkt en vinsældir þessu jukust á nítjándu öld á meðal Bandaríkjamanna af mexíkóskum uppruna, sérstaklega í Kaliforníu. Vinnufólk útbjó gjarnan burrito með baunum og salsa sem auðveldan hádegismat.
HVAÐ ER Í BURRITO?
Hvað eigi að fara í burrito veltur á því hvern þú spyrð, en megininnihaldsefnin eru almennt séð: hveiti-tortilla, baunir eða baunastappa, salsa og kjöt. Grænmeti, hrísgrjónum, sýrðum rjóma, guacamole og osti er svo gjarnan bætt við.
- Baunir
Tvær algengustu tegundir bauna sem notaðar eru í burrito eru svartar baunir og pinto-baunir. Pinto-baunastappa er það hefðbundna – þú getur stytt undirbúningstímann með því að hafa dós af Old El Paso™ Refried Beans við höndina. - Kjöt
Næsta klassíska burrito-fylling er safaríkt kjöt – vanalega svínakjöt, kjúklingur eða nautakjöt. Kjöt sem er hægeldað í sínum eigin vökva og með kryddi er meyr fylling, og það sama á við um allt með sósu. Þú getur sett saman hina fullkomnu fyllingu með Beef and Bean Chilli Burrito Kit frá okkur, sem kemur með sósukryddblöndu, hveiti-tortillum og salsa. - Salsa
Gott salsa gerir alla fyllingu í burrito enn betri og gerir matinn svolítið sterkari þar að auki. Salsa í pico de gallo stíl er vinsælast og salsa verde er einnig ljúffengur valkostur. Blanda af sterku og mildu salsa gefur mikið bragð aukalega. Þú getur sparað þér tíma með úrvali okkar á salsa – það er fáanlegt bæði sterkt og milt.
HVERNIG Á AÐ BÚA TIL BURRITO?
Hugsaðu um burrito sem summu allra hluta þess. Innihaldsefnin eru einföld en hvert og eitt þeirra hefur ákveðið hlutverk í heildarbragðinu.
Fyrir flestum er það einfaldleikinn sem gerir burrito svona heillandi, þú getur borðað það á stuttum tíma og það er ljúffeng, bragmikil og mettandi máltíð.
Til að skera niður undirbúningstíma er gott að hafa undirbúið kjötfyllinguna áður – hægeldunarpottur er kjörinn í það. Einnig er hægt að elda í skömmtum og frysta það sem er aukalega til að nota síðar.
Ekki vera hrædd við að kanna eitthvað annað en klassísku hráefnin – að prófa eitthvert ferskt hráefni sem manni dettur í hug þýðir að maður getur notið uppáhaldsréttanna í fjölmörgum öðrum útgáfum.
Til að fá sterkan mat sem gefur manni kikk er hægt að bæta jalapeño-pipar við, það má bæta honum saman við hrærsteikt grænmeti á borð við papriku og lauk ef maður er að búa til grænmetis-burrito eða einfaldlega að saxa hann niður og bæta við sem hluta af skreytingunni.
Þótt kjöt sé hin hefðbundna fylling geturðu auðveldlega breytt burrito í grænmetis- eða veganrétt með því að skipta út nokkrum hráefnum. Í staðinn fyrir kjöt geturðu sett sætar kartöflur til að gera burrito mettandi og saðsamt.
Súkkulaði er önnur leið til að hafa leynibragð í burrito-uppskriftinni. Það parast fullkomlega með chili-pipar til að útbúa ríkulega sósu sem gefur öllu öðru bragði byr undir báða vængi.
HVERNIG GERIR MAÐUR HOLLT MORGUNVERÐAR-BURRITO?
Burrito er ljúffengt hvenær sem er dagsins, og auknar vinsældir morgunverðar-burrito sanna að það er aldrei slæmur tími til að gæða sér á einu slíku.
Það er auðveldur og hollur morgunmatur sem fljótlegt er að búa til úr hverju því sem þig langar í. Fáðu þér egg í staðinn fyrir hrísgrjón og beikon í stað kjúklings, nauta- eða svínakjöts og þá er ljúffeng byrjun á deginum tilbúin.
Það þarf ekki að taka langan tíma – við höfum sett saman einfalda og fljótlega uppskrift að morgunverðar-burrito sem gerir allan matarundirbúning auðveldan.
HVERNIG Á AÐ VEFJA BURRITO?
Lykillinn að því að vefja burrito er að staðsetja fyllinguna rétt.
- Gakktu úr skugga um að tortillan sé heit. Nokkrar sekúndur í örbylgjuofni, ofni eða á flatri pönnu ættu að duga til að hita hana í gegn. Ef tortillan er köld er líklegra að hún rifni.
- Komdu fyllingunni fyrir neðst í miðjunni á tortillunni og gættu þess að setja ekki of mikið. Ef þú setur of mikið í litla tortillu rifnar hún áður en þú nærð að loka henni. Ekki setja neitt nálægt brúnunum – það kemur í veg fyrir að fyllingin leki út þegar þú vefur.
- Hugsaðu um kringlótt burrito sem ferning, eða, ef það einfaldar málið, sem höfuðáttirnar fjórar. Byrjaðu á að bretta austur- eða vesturendann inn að miðjunni og endurtaktu svo leikinn hinum megin.
- Næst dregurðu neðsta hlutann (suðurendann) fram þar til hann nær yfir fyllinguna, og veltir tortillunni rólega. Lykillinn að því að halda öllu saman er að nota litlu fingurna til að halda brúnunum á sínum stað meðan þú veltir.
- Fáðu þér bita. Þetta er komið!
HVERNIG Á AÐ ENDURHITA BURRITO?
Hinn einfaldi örbylgjuofn er yfirleitt meistari í því að endurhita mat, en stundum verður niðurstaðan svolítið klesst. Ef þú ert með burrito með rakri fyllingu er hætta á að eyðileggja áferðina.
Ein einfaldasta leiðin er að vefja álpappír utan um burrito. Þá heldur það lögun sinni og pappírinn gegnir hlutverki hitalags sem hjálpar þér að endurhita matinn.
Stilltu ofninn þinn á lágan hita og settu matinn á bökunarplötu. Burritoið hitnar smám saman og fyllingin verður alveg eins og hún á að vera.
HLIÐARRÉTTIR
Þú getur bætt ljúffengum hliðarréttum, sem fljótlegt og auðvelt er að setja saman, við burrito til að fylla diskinn. Ef þig vantar tillögur skaltu prófa:
- Nachos
Nachos eru fullkominn hliðarréttur sem auðvelt er að gera þegar þú býður vinum og ættingjum í mat – þú getur notað sömu innihaldsefni í burrito og nachos, sem sparar tíma og fyrirhöfn. - Baunastappa
Ef þú hefur fyllt burritoið af öðru góðgæti eins og sætum kartöflum skaltu bjóða upp á baunastöppu sem hliðarrétt í staðinn. Hún er einstaklega ljúffeng með tortilla-flögum.